fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og Glaumbæjarhreyfingin

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. júní 2013 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasa er ekki fyrsti skemmtistaðurinn í Reykjavík sem vekur söknuð hjá kynslóðinni sem stundar skemmtanalífið.

Hótel Borg var á sínum tíma frægur tónleikastaður – fékk sinn minnisvarða í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Svo var lokað á rokkið á Borginni.

Gaukurinn var sömuleiðis orðlagður fyrir tónleikahald. Menn hafa oft reynt að vísa aftur í andann sem þar ríkti, en það hefur ekki tekist. Gaukurinn var barn síns tíma.

Og svo var það Sirkus sem var vinsæll staður um tíma – eftirsjáin eftir honum var svo mikil að hann var endurreistur sem listaverk á sýningu í London.

En frægastur allra þessara staða var þó Glaumbær. Þetta var stór skemmtistaður, á mörgum hæðum, og þótti henta sérlega vel til tónlistarflutnings. Frægast er þegar Led Zeppelin kom þangað og heyrði Trúbrot spila. Eiginlega er ekki hægt að slá það út. Glaumbær lifir enn í lagi sem hljómar svo:

„Og Glaumbær brann/og fólkið fann/sér annan samastað./Í hugum margra/var þá brotið blað.“

Reyndar voru þeir margir sem sættu sig ekki við örlög Glaumbæjar á sínum tíma. Það var meira að segja stofnuð svokölluð Glaumbæjarhreyfing. Einn af forystumönnum hennar var sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá var ungur pólitíkus í Framsóknarflokknum.

Ólafur var spurður um þetta í Vísi í janúar 1972 og sagði þá að ungt fólk hefði leitað til sín vegna Glaumbæjar og vegna þess að hann kenndi „í háskólanum og við Baldur [Óskarsson] höfum af ýmsum ástæðum haft tengsl við þetta popp-fólk, þekkjum það margt persónulega…“

Glaumbæjarhreyfingin hélt meira að segja baráttufund til að fá skemmtistaðinn endurreistan. Allt kom þó fyrir ekki, gamli Glaumbær hefur um langt árabil hýst Listasafn Íslands.

20081206-110308-669633

Rúnar Júlíusson í stuði á sviðinu í Glaumbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni