fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Á ríkið þá að reka NASA?

Egill Helgason
Föstudaginn 14. júní 2013 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er hægt að draga inn á Alþingi af þingmönnum sem vilja vekja á sér athygli eða koma sér í mjúkinn hjá einhverjum hópum.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, hóf upp raust sína í þinginu og mótmælti hvarfi skemmtistaðarins sem ber hið óímunnberanlega nafn NASA.

Nú er það svo að þarna hefur ekki verið starfsemi lengi, hún stóð ekki undir sér og myndi varla hefjast aftur nema opinberir aðilar skerist í leikinn.

Var þingmaðurinn þá að leggja til að ríkið taki að sér rekstur þarna?

Hví er farið með svona mál inn á löggjafarþingið?

En það er kannski tímanna tákn að þegar ný ríkisstjórn er að taka við og breytir miklu frá fyrri stefnu, þá séu vinstri menn að mótmæla lokun skemmtistaðar?

Reyndar er það svo að NASA er hluti af gamla Kvennaskólanum sem síðar varð Sjálfstæðishúsið. Þetta er viðbygging sem hefur ekki þótt hafa mikið gildi í sjálfu sér. Hýsti um tíma skemmtistað sem nefndist Sigtún, það var fyrir mitt minni, en var svo lengi mötuneyti Landsímans.

Engum hefur dottið í hug að rífa gamla Kvennaskólann, enda er hann friðaður í bak og fyrir. Var reyndar gerður fallega upp fyrir rúmlega áratug, en áður hafði húsið allt verið múrað að utan svo það var fjarska ljótt að sjá.

En ég minntist hér um daginn á að mér þættu mótmælin gegn framkvæmdunum þarna fáránleg. Svörin sem ég fékk voru mörg á þá lund að ég væri genginn í lið með græðgisöflum og græðgisvæðingu.

Einhvern veginn er það samt svo að borgir eru ekki byggðar án peninga. Ég var einmitt í París um daginn og velti fyrir mér hvaða ríkidæmi hefði skapað þessa miklu borg? Með flúri og höggmyndum á húsunum, svölum úr smíðajárni, kvisti á kvist ofan. Vissulega höfum við ekki smekkvísi þeirra tíma, en eitthvað kostaði þetta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni