fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Getum við átt von á hagvexti?

Egill Helgason
Föstudaginn 14. júní 2013 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson skrifar hér á Eyjuna um hallann á ríkissjóði. Andri kemst að eftirfarandi niðurstöðu:

„Eitt er víst, það verður ekki hægt að reka “norrænt velferðarkerfi” fjármagnað með 3.5% ríkishalla til langframa.  Á endanum mun eitthvað verða að gefa eftir.  Ef myndarlegur og stöðugur hagvöxtur skilar sér ekki fljótt og strúktúrbreytingar eru of sársaukafullar er fátt annað í myndinn en myndarleg gengisfelling.“

Það er ljóst að nýja ríkisstjórnin er í mjög erfiðri stöðu. Hún hefur gert út á væntingar um mikinn hagvöxt. Það er hægt að halda stórar ræður um tækifæri Íslands, en þau eru í reynd nokkuð takmörkuð – og sumt er ansi langt inni í framtíðinni. Menn eru reyndar nokkuð gjarnir á að mikla fyrir sér auðlindir Íslands, þær geta veitt okkur ágætt líf hérna, en grunnurinn er þó alltaf viðskipti við aðrar þjóðir og samskiptin við þær.

Við aukum ekki fiskaflann að marki. Makríll hefur verið eins og happdrættisvinningur fyrir hagkerfið, en fiskverð hefur farið lækkandi. Eina leiðin til að fjölga krónunum sem koma í kassann vegna fiskveiða er með því að halda genginu lágu.

Staðan í áliðnaði er vond. Helgavíkurverkefnð virðist í algjöru uppnámi. Það er ekki líklegt að ný stóriðja sé á leiðinni í bráð, meðan svo er verður varla ráðist í atvinnuskapandi virkjanaframkvæmdir.

Raunar hefur verið nefnt að miklu hagkvæmara væri að virkja selja orku um sæstreng til Evrópu. Landsvirkjun er á því máli, en líklega næst seint pólitísk samstaða um það.

Ferðamannaiðnaður blómstrar og ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt. Á móti kemur að ráðast þarf í mikla uppbyggingu til að standa undir allri þessari ferðamennsku. Eins og er má varla nefna hótel án þess menn rjúki upp til handa og fóta og mótmæli. Það virðist heldur ekki mega leggja aukinn skatt á ferðaþjónustuna, grein þar sem svo augljóslega er í gangi mikil þensla.

Það er hægt að tala um tækifærin í norðrinu, siglingar sem kunna að fara um íslenskar hafnir og olíu á Drekasvæðinu, en þetta er þó algjör framtíðarmúsík. Hugsanlega eru margir áratuir í að þetta verði að veruleika.

Eins er um tal eflingu hátækni og um aukna matvælaframleiðslu í landbúnaði til útflutnings – allt slíkt tekur langan tíma, útheimtir nákvæmar rannsóknir, sérhæfingu og menntun. Því miður stendur tækni- og raunvísindamenntun veikt hér á landi – við þyrftum jafnvel að gera meira til að laða hingað erlent tækni- og raunvísindafólk eins og lagt er til í plöggum Samráðsvettvangs.

Eins og Andri Geir nefnir bíða fjárfestar ekki í röðum eftir því að koma hingað, gjaldeyrishöft og óstöðugur gjaldmiðill heilla ekki. Það er þannig allsendis óvíst að hægt verði að koma einhverjum hagvexti að ráði í gang. Við erum líka tengd umheiminum og meðan ríkja efnahagsvandræði í helstu viðskiptalöndum okkar er varla von á okkar efnahagslíf standi með blóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni