fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Klaufaskapur í stjórnarliðinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. júní 2013 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fer að mörgu leyti klaufalega af stað. Kannski má kenna reynsluleysi um.

Raunar virðist hinn yfirlýsingaglaði landbúnaðar-, sjávarútvegs og umhverfisráðherra hafa róast aðeins. Það er líklegt að hann hafi verið beðinn um að hafa sig hægan.

En sumir aðrir hafa farið mikinn.

Það er til dæmis sjálfstæðisþingmaðurinn Vilhjálmur Árnason, sem talaði um það í jómfrúrræðu sinni  að nauðsynlegt væri að lögreglan vopnaðist rafbyssum.

Svo var það Haraldur Einarsson, framsóknarþingmaður frá Urriðafossi í Flóa, sem í einni fyrstu þingræðu sinni talaði um virkjanakosti í Neðri-Þjórsá og hvað rammaáætlun sé ómöguleg. Nú er það svo að fjölskylda Haraldar hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að þarna verði virkjað.

Klaufalegust eru þó mistökin sem fela í sér að almenningur hefur tengt saman lækkun á veiðigjaldi og afnám ókeypis tannlækninga fyrir börn. Tilfinningin er sú að þarna hafi verið valið á milli – börnunum með tannskemmdirnar fórnað svo útgerðarmennirnir þurfi ekki að sjá á bak gróða.

Það má vera rangt mat – en svona lítur það út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni