fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Frægt fólk hjá Lýðræðisvaktinni – og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Mánudaginn 1. apríl 2013 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki verið um það fjallað, en fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í framboði fyrir Lýðræðisvaktina. Hefði kannski einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.

Þetta er Katrín Fjeldsted sem skipar heiðurssætið hjá Lýðræðisvaktinni í Reykjavík norður.

Annars er ansi mikið af þekktu fólki í framboði hjá Lýðræðisvaktinni, má segja að í þeirri deild slái hún öðrum flokkum við.

Í Reykjavík norður má sjá tónlistarmanninn Egil Ólafsson, fjölmiðlakonuna Hildi Helgu Sigurðardóttur og kvikmyndaleikstjórann Lárus Ými Óskarsson.

Í Reykjavík  suður eru til dæmis Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Valgerður Matthíasdóttir fjölmiðlakona, Anna Kristine Magnúsdóttir blaðakona og Móeiður Júníusdóttir, söngkona og guðfræðingur.

Í Suðvesturkjördæmi er að finna blaðakonuna Guðrúnu Guðlaugsdóttur, leikarann Hinrik Ólafsson, Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndaleikstjóra og Guðmundu Elíasdóttur söngkönu.

Í Suðurkjördæmi eru svo tónlistarmennirnir Þórir Baldursson, Hjörtur Howser og Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma.

Í Norðausturkjördæmi eru hvort á sínum enda listans hjónin Sigríður Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, og Erlingur Sigurðarson, sem sat í Stjórnlagaráði.

Og í efsta sæti í Norðvesturkjördæmi er hinn öflugi Eyþór Jóvinsson sem meðal annars rekur Vestfirzku verzlunina á Ísafirði, þar er líka á lista Elínborg Halldórsdóttir myndlistarmaður, Ellý í Q4U.

En hvort það breytir einhverju að hafa svo þekkt fólk í sínum röðum, það er allsendis óvíst. En líklega keppa hinir flokkarnir sem eru að berjast við að ná upp í fimm prósenta múrinn ekki í þessari deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin