fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn reyna að ná taki á Framsókn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. febrúar 2013 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gat ekki liðið á löngu áður en Sjálfstæðismenn færu að pota í Framsóknarflokkinn, ekki eftir skoðanakönnunina í gær þar sem sést glöggt að fylgið leitar frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknar.

Friðjón R. Friðjónsson, sem er mjög handgenginn forystu flokksins, gefur tóninn í bloggi hér á Eyjunni. Hann birtir mynd af verðandi vinstri stjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Skilaboðin eru semsagt þau að Framsókn muni mynda stjórn með öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum ef hún fær nægt fylgi.

Það er erfitt fyrir Framsókn að neita þessu – flokkurinn gengur „óbundinn“ til kosninga eins og tíðkast á Íslandi.

Og kannski virkar þetta betur en deilur um kosningamál – einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að kjósendur taki kosningaloforð alveg mátulega hátíðlega.

Svo er það spurning með Samfylkinguna. Þar á bæ hjóta menn að brjóta heilann ákaft um hvernig eigi að taka á Bjartri framtíð.

Björt framtíð er að sumu leyti vinaflokkur Samfylkingarinnar, stefnan er ekki óáþekk, helstu foringjarnir koma úr Samfylkingu og eiga vini þar inni. Og Besti flokkurinn, sem er önnur stoð í Bjartri framtíð, vinnur með Samfylkingunni í borgarstjórn í Reykjavík. Þar slitnar ekki slefan á milli.

Þannig að það er erfitt fyrir Samfylkinguna að ná taki á Bjartri framtíð, enda er hann næstum eins og ögn óspjallaðri útgáfa af Samfylkingunni sjálfri.

Að maður tali nú ekki um þegar stefnuskrá Bjartrar framtíðar er jafn loftkennd og raun ber vitni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið