fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sigfús og Sönglögin og ferð Braga til Sovét

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. febrúar 2013 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan í kvöld verður með nokkuð öðru sniði en venjulega. Hún snýst aðallega um tónlist.

Þátturinn er styttri en endranær, vegna Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.

Við verðum líka á músíkölskum nótum, fjöllum um útgáfu bóka sem innihalda nótur.

Þar er um að ræða glæsilegt safn með lögum Sigfúsar Halldórssonar, þess ástsæla tónskálds, og Söngvasafn, en það er ný bók sem inniheldur meira en 200 íslensk sönglög og er ætluð til notkunar meðal almennings og í skólum. Það voru Ingólfur Guðbrandsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson sem söfnuðu efninu í bókina.

Það er sérlega ánægjulegt að syngja og spila upp úr báðum bókunum. Við fáum til liðs við okkur Svavar Knút og sönghóp sem nefnist Ljóti kór til að syngja lög eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson og Magnús Blöndal Jóhannsson.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Hina veglegu útgáfu með textum Megasar frá 1966-2011 og skáldsöguna Ástir eftir Javíer Marías.

En Bragi segir meðal annars frá bóksalanum Ársæli Árnasyni, verðmætum útgáfum á Halldóri Laxness, og ferð sinni til Sovétríkjanna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann