fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Skólavörðuholtið og safn Einars

Egill Helgason
Mánudaginn 18. febrúar 2013 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stórkostlegu mynd er að finna á Facebook-síðu Listasafns Einars Jónssonar.

Hún sýnir Hnitbjörg, hús Einars, þegar það er nýbyggt. Húsið var vígt árið 1923. Myndhöggvarinn teiknaði það sjálfur ásamt Einari Erlendssyni.

Á myndinni sjáum við hvað húsið, sem er efst á Skólavörðuholti, var langt frá byggðinni á þessum tíma. Og við sjáum líka hvað Skólavörðuholtið er grýtt – það var einkenni holtsins áður en það byggðist.

Menn tipluðu yfir grjót á Skólavörðuholti, sunnan holtsins voru mýrar, það var helst vestanmegin að voru grasbalar þar sem borgarbúar gátu látið fara vel um sig á sumardögum. Helgi Ingólfsson lýsir því ágætlega í bók sinni Þegar kóngur kom.

Guðjón Samúelsson var með hugmyndir um að reisa háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti. Ekkert varð úr því, og nú standa á holtinu tvær sögulegar stórbyggingar, Hnitbjörg og Hallgrímskirkja. Bygging Iðnskólans, með sínum skemmtilega turni, er svo aðeins fjær og þarnæst Austurbæjarskóli.

En því miður eru þarna líka ljótar og nýlegri byggingar sem valda því að efsti hluti holtsins, sem gæti verið fagurt torg, er ósamstæður og tætingslegur.

Hnitbjörg, safn Einars Jónssonar, stuttu eftir að það var byggt. Það er feikilega gaman að koma í safnið og ekki síst í höggmyndagarðinn sem er sunnan við það. Við sjáum að sólin er að setjast, það er ekki síst ljósglampi í glugga neðst til hægri á myndinni sem gerir hana fallega. Safnið virkar svo eins og kastali, það er dulúð yfir þessu sem minnir dálitið á málverk frá rómantíska tímanum í Þýskalandi.

 

Það eru kannski ekki margir sem muna eftir því lengur, en á Skólavörðuholti var stórt braggahverfi sem Bretar reistu 1941 og var notað fyrir innfædda eftir stríðið. Vegna húsnæðisskorts flutti fólk inn í braggana jafnskjótt og hermennirnir hurfu á braut. Hverfið var kallað Skipton kampur – og sést hér á loftmynd. Þarna er byggðin komin allt í kringum holtið, en Iðnskólinn er ekki risinn enn. Hann var tekinn í notkun 1955. Listasafn Einars sést glöggt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann