fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Eina svarið við kvörtunum Grafarvogsbúa: Þéttari byggð

Egill Helgason
Laugardaginn 16. febrúar 2013 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa brugðist við Grafarvogsbúunum sem vilja slíta sig frá Reykjavík með því að gera grín að þeim.

En á bak við þetta er náttúrlega viss alvara – sem er ekki víst að málshefjendur skilji. Það er hversu dreifð byggðin er.

Grafarvogsbúarnir kvarta undan því að hafa ekki pósthús, vínbúð og nóg af prestum og lögreglu.

Við búum í borg sem er óskaplega dreifð. Þetta hefur ýmislegt í för með sér, meðal annars að erfiðara er að halda uppi þjónustu í nærumhverfinu. Það þarf að aka til að komast á alla staði – og þykir sjálfsagt. Mér þykir líklegt að Grafarvogsbúar sæki mikið af sinni þjónustu og verslun í Kringluna, Smáralind og Skeifuna. Verslunarmiðstöðvar inni í hverfinu eru ekkert sérlega blómlegar – fremur en annars staðar í hverfum borgarinnar.

Það er líka dýrt og erfitt að halda uppi almenningssamgöngum – allar lagnir verða lengri en ella og umferðarmannvirki taka mjög mikið pláss. Landnýtingin verður mjög léleg, það er hermt að um fimmtíu prósent skipulagðra svæða í Reykjavík séu götur og bílastæði.

Vegna þess að alltaf er verið að byggja ný hverfi, lengra frá miðjunni þarf sífellt að byggja nýja skóla og leikskóla.

Þannig að svarið við áhyggjum þeirra í Grafarvoginum er í raun einfalt: Þéttari byggð þar sem er grundvöllur fyrir meiri þjónustu í nærumhverfinu.

Ef smellt er hér má finna dæmi um ótrúlega rúmfrek umferðarmannvirki í smáborginni Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann