fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ríki með einkennilegar hugmyndir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. janúar 2013 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður les fréttir af ríkjum sem hafa sig mikið frammi á alþjóðavettvangi, en geta þó ekki talist aðhyllast mannréttindi og lýðræði eins og við þekkjum það.

Íslendingar eru mjög að vingast við Kínverja. Forseti Íslands hleður þá lofi. En þeir hafa verið í herferð gegn frændum okkar Norðmönnum vegna þess að þeir veittu þekktum kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels.

Og nú birtast fréttir um hvernig Kínverjar hafa reynt að vinna skemmdarverk á heimsblaðinu New York Times vegna frétta sem blaðið birti um Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra.

Þegar maður les svona hringja ótal viðvörunarbjöllur – hvers er að vænta í samskiptum við þetta ríki.

Svo er það Ísrael. Það er ekki nýtt að berist fréttir um mannréttindabrot úr þeim ranni.

En síðari  fréttin er sérlega ógeðsleg. Þar segir að ísraelsk yfirvöld hafi með laun látið sprauta getnaðarvörn í eþíópískar konur sem hafa flutt til landsins. Fólkið sem kemur frá Eþíópíu er talið vera af gömlum stofni gyðinga – og þó er um það deilt. Þetta var gert undir því yfirskyni að verið væri að bólusetja konurnar.

Þetta er náttúrlega hreinræktaður rasismi. Það eru ekki heimildir að aðrir gyðingar sem flytja til Ísraels, til dæmis frá Bandaríkjunum eða Rússlandi hafi fengið þessa meðferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“