fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Framsókn og afnám verðtryggingar sem skilyrði fyrir stjórnarsetu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. janúar 2013 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi stefnt í að Framsókn myndi gera verðtrygginguna að aðalkosningamáli sínu.

Á fundi Framsóknar í gær voru meira að segja uppi kröfur um að gera afnám verðtryggingar að skilyrði fyrir stjórnarsetu.

Það gæti reynst torsótt. Það er hægara sagt en gert að komast úr neti verðtryggingarinnar, og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu varla ljá máls á að umbylta þessu kerfi snögglega.

Það eru ýmsar hliðar á þessu:

Annars vegar er spurningin um að afnema verðtrygginguna að einhverju leyti afturvirkt. Framsóknarflokkurinn hefur á þessu kjörtímabili talað fyrir 20 prósenta skuldaniðurfellingu.

Bjarni Benediktsson talaði síðast um áramótin um nauðsyn þess að sýna ábyrgð í þessum málaflokki, það ætti ekki að gefa loforð sem ekki væri hægt að standa við.

Og svo er það spurningin um framtíðina. Nú eru til dæmis í boði óverðtryggð bankalán í meira mæli en áður. Ég spurði Pétur Blöndal, einn helsta hagspekinginn á Alþingi, að því á fundi í vetur hvort hann treysti sér til að mæla með slíkum lánum.

Hann var ekki viss um það – endaði með því að segja að kannski væri rétt að taka helminginn verðtryggt og helminginn óverðtryggt.

Því vandinn er kannski ekki síður óstöðugleikinn í efnahagslífinu – og gjaldmiðillinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“