fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Brunnin miðbæjarhús

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. janúar 2013 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru myndir af nokkrum húsum sem stóðu í miðbæ Reykjavíkur en eru horfin. Öll brunnu þau – sum fyrir svo löngu að enginn man eftir þeim lengur.

Hér er Glasgow, sem eitt sinn var stærsta hús í Reykjavík. Það stóð efst í Grjótaþorpinu, þar sem nú er heilsugæslustöð og íbúðir fyrir aldraða. Ég man eftir að grunnurinn að húsinu stóð enn þegar ég var strákur, var notaður sem bílastæði. Glasgow brann 1903.

Hér er miðbærinn eftir brunann mikla 1915.  Þá brann stórhýsið Hótel Reykjavík við Austurstræti auk húsa við Pósthússtræti og Hafnarstræti. Eyðileggingin hefur verið óskapleg.

Svona leit Hótel Reykjavík út, tíu árum áður en það brann. Þarna stendur nú húsalengjan sem veit út á Austurvöll, meðfram vestanverðu Austurstræti.

Hér eru hús í Lækjargötu sem brunnu 10. mars 1967. Iðnaðarbankinn sem brann líka stendur í miðjunni, en hann var endurbyggður. Aldrei hefur neitt komið í staðinn fyrir húsin sem eru til beggja handa bankans nema bílastæði. Ég man að lyktin eftir brunann lá yfir bænum í marga daga á eftir. Fremst á myndinni er Hafnarfjarðarstætó.

Hér er bílafloti framan við verslun Silla & Valda í Aðalstræti, líklega er myndin tekin stuttu eftir stríð. Stóra timburhúsið við hliðina brann á nýársnótt 1977, ég man eftir að hafa horft á brunann. Þar stendur nú gamla hús Ísafoldar sem var flutt úr Austurstræti.

Hér er horft yfir Lækjargötu um 1960. Það vekur athygli hversu starfsemin í götunni er blómleg. Þarna eru skrifstofur Flugfélags Íslands og Loftleiða og á milli Dairy Queen-ísbúð. Betri ís hefur aldrei fengist á Íslandi. Húsið á horninu brann 2007, en var endurreist og er nú einni hæð hærra.

Flestar myndirnar hérna eru komnar af Facebook-síðunni 101Reykjavik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“