fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Ísland, Noregur og Sviss

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. janúar 2013 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag. Sumt í honum er samhljóða við grein sem birtist hér á vefnum í gær þar sem sagði að Ísland væri kannski ekki sérstök fyrirmynd í efnahagsmálum og að Ísland væri ekki sérstaklega sambærilegt við Noreg og Sviss. Þetta er náttúrlega í framhaldi af því sem forseti Íslands sagði í viðtali í gær.

Þórður segir um Sviss:

„Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna bankaleyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, misgeðugar, alþjóðlegar risa-fyrirtækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi).  Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli.“

Og um Noreg:

„Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega einstakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins. Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert.“

Svo er komið að Íslandi. Ástandið hér er í stuttu máli þetta, samkvæmt Þórði:

„Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir allsherjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008. Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfirgefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingiskosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“