fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Eldur í Istanbul

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskiptamiðlar gera heiminn minni. Vinkona mín í Istanbul setti þessar myndir á Facebook rétt áðan. Hún sýnir hvernig reynt er að slökkva mikinn eld sem logar í franska háskólanum í Galatasaray, Evrópumegin í borginni. Til þessa eru notaðir dælubátar úti á Bosporussundi, þeir dæla vatni yfir brennandi byggingarnar. Í bakgrunni má sjá stórar hótelbyggingar. Þetta er nokkuð hrikalegt.

Istanbul er borg sem reglulega brann á árum áður, enda var hún að miklu leyti byggð úr timbri. Enn er makalaust að ganga um gömlu borgarhverfin í Sultanamet, nálægt hinum stóru moskum og höll sóldánsins, og sjá öll timburhúsin.

Eldurinn var sagður vera versti óvinur borgarinnar. Stórhýsið sem nú brennur er höll frá 1871, byggð þegar hirðin í Istanbul var komin með smekk fyrir vestrænum stíl, en það er að miklu leyti úr timbri.

Á neðri myndinni má sjá eldinn og stóru brúna sem liggur yfir Bosporussund milli Evrópu og Asíu. Þetta er mikil borg og voldug, enda er eitt nafn hennar á grísku einfaldlega Polis – Borgin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“