fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Laxárdeilan – hryðjuverk?

Egill Helgason
Mánudaginn 21. janúar 2013 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski dálítið bratt hjá mbl.is að kalla það „hryðjuverk“ þegar íbúar í Mývatnssveit sprengdu stíflu sem var verið að reisa við Mývatnsósa í ágúst 1970.

Vissulega gerðu þeir þetta í óþökk yfirvalda, en nú myndi varla nokkur maður mæla fyrir Laxárvirkjun – það mun koma fram í nýrri kvikmynd um Laxárdeiluna að enginn þeirra sem stóðu að verknaðinum hafi séð eftir honum.

Var þetta þá hryðjuverk?

Markmiðið var mjög skýrt – að bjarga byggð og náttúru frá því að vera sökkt undir vatn til að framleiða rafmagn. Laxárdalur hefði lagst í eyði og merkilegur laxastofn skaðast mikið. Það slasaðist enginn í sprengingunni, en hún hafði gríðarleg táknræn áhrif.

Var það þá kannski sjálfsvörn – gegn yfirgangi og skemmdaröflum? En þetta fer kannski eftir því hvaða skilning við leggjum í orðið hryðjuverk – sem er íslenskun á hugtakinu terror.

Það er stundum sagt að atburðirinn hafi markað nýja tíma í náttúruvernd á Íslandi. Á endanum höfðu heimamenn sigur, samstaða þeirra var órofin, og yfirvöld beygðu sig. Það er svo merkilegt að hvað þögnin hélt – Mývetningar voru ekkert að blaðra um það hverjir hefðu staðið að sprengingunni sjálfri, en það mun vera upplýst í myndinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“