fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Íslenska krónan – og dýrtíðin

Egill Helgason
Mánudaginn 21. janúar 2013 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir bar saman kassakvittanir í Bónus og komst að því að verðlag á Íslandi hefði hækkað óskaplega. Það er alveg rétt.

Við eru afskaplega háð innflutningi í þessu landi – og sjálfum okkur nóg um frekar fáa hluti. Svoleiðis er það bara og breytist ekki nema við förum aftur á í frumþurftabúskap. En meira að segja hann var erfiður á Íslandi vegna lélegra aðfanga.

Skýringin á þessum verðhækkunum er svosem ekki flókin – hún er minnst komin til vegna innlends verðbólguþrýstings. Maður finnur það vel þegar maður kemur til útlanda, þar virkar verðlagið svo hátt að Íslendingum finnst þeir vera afskaplega fátækir.

Hér er meginskýringin. Hún birtist á Facebook-síðu Láru Hönnu Einarsdóttur. Hér sést gengisskráning Seðlabankans 31. desember 2007, 31.desember 2008 og  föstudaginn 18. janúar 2013 – frá því fyrir helgi. Myndin er nokkuð óskýr, þið getið opnað hana í myndaforriti til að sjá betur, en svona lítur þetta út:

Á fyrstu myndinni er dollarinn 62 krónur, pundið, 123 krónur, danska krónan 12 krónur en evran 91 króna.

Á mynd númer tvö er dollarinn 120 krónur, pundið 175 krónur, danska krónan 23 krónur og evran 170.

Á þriðju myndinni, þeirri nýjustu, er dollarinn 129 krónur, pundið 205, danska krónan 23 krónur en evran 172 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“