fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Landkönnuður og svindlari?

Egill Helgason
Föstudaginn 18. janúar 2013 03:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég, líkt og fleiri Íslendingar, var alinn upp við að Vilhjálmur Stefánsson væri mikilmenni. Það var meira að segja lagt til á sínum tíma að hann yrði gerður að forseta á Ísland.

Nafni hans er enn haldið á lofti á Íslandi – hér starfar til dæmis stofnun í heimskautafræðum sem er kennd við hann.

En ýmislegt misjafnt hefur verið ritað um Vilhjálm hin síðari ár. Hann reyndist samferðamönnum sínum í heimskautaferðum illa, frægast er að hann skildi þá eftir í ferð á skipinu Karluk. Fjöldi þeirra dó eftir mikla hrakninga.

Haraldur Sigurðsson, hinn fjölmenntaði jarðfræðingur, forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi og fyrrverandi prófessor í Bandaríkjunum, gerir grein fyrir þessari hlið á Vilhjálmi í grein á vef sínum. Haraldur segir að það sem hafi verið skrifað um ferðir Vilhjálms sé ekki alltaf fallegur lestur, hann sé frægur að endemum:

„Hver er nú arfleifð Vilhjálms? Eftir hörmungarnar á Karluk og á Wrangeleyju varð Vilhjálmur strax mjög umdeildur.  Einn nefndi hann “an explorer-cum-swindler”.  Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen hafði ekki mikið álit  á honum og kallaði Vilhjálm “the greatest humbug alive”.   Einnig var gert grín af fullyrðingu hans að hann hefði uppgötvað  “ljóshærðu eskimóana”.  En á Íslandi er minningu Vilhjálms hampað með því að setja á laggirnar árið 1998 rannsóknastofnun sem ber hans nafn, af því að hann var frægur.  Rannsóknir síðari tíma sýna nú að hann er frægur að endemum.“ 

Mynd af Vilhjálmi Stefánssyni í norðurslóðaferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu