fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Straumurinn frá Samfylkingu til BF

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. janúar 2013 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á vinstri væng virðist gefa sér að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnki mjög þegar talið verður upp úr kjörkössum – miðað við það sem er í skoðanakönnunum. Það er ákveðin reynsla fyrir því að það sé minna í kosningum en í könnunum.

En er víst að svo sé? Til dæmis verður ekki séð, ólíkt því sem Össur Skarphéðinsson, að Björt framtíð taki atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum.

Straumurinn þangað virðist liggja úr Samfylkingunni. Þetta sér maður til dæmis á Facebook, margt fólk sem hefur stutt Samfylkinguna er farið að birta myndir til stuðnings BF.

Hvað Framsókn varðar er hugsanlegt að BF verði þess valdandi að flokkurinn nái ekki að sækja fram á síðustu dögum fyrir kosningar, eins og hann hefur oft gert – að BF hirði kúfinn sem þá myndast oft hjá Framsókn.

En eins og staðan er núna býður fram afar tvístraður vinstri vængur gegn Sjálfstæðisflokki sem nær að standa saman – límið í honum er svo sterkt að meira að segja Evrópusinnar í flokknum halda áfram að kjósa hann þótt sífellt sé verið að hrauna yfir þá og kosningasigur Sjálfstæðisflokks marki nær örugglega endalok umsóknar um ESB-aðild.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu