fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ráðherraembætti eru ekki svona merkileg

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. desember 2014 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Nordal er mæt kona. Valið á henni í ráðherraembætti er samt ekki styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur þvert á móti.

Það þurfti að fara Fjallabaksleið til að koma í veg fyrir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir  yrði ráðherra. Varla finnst nein skýring á því önnur en að Ragnheiður hefur verið höll undir aðild að Evrópusambandinu.

Annars er nauðsynlegt að minna á að ráðherrar eru þjónar almennings – þótt heiti þeirra bendi því miður til annars. Þeir eiga ekki ráðherraembættin, þetta eru ekki tignarstöður og ráðherrar eiga ekki að sitja sekúndu lengur en þeir geta gert gagn.

Ef íslenska lýðveldið virkaði betur væri miklu oftar skipt um ráðherra en raunin er:

Ólafur Arnarson á annars kollgátuna þegar hann skrifar.

Það er hins vegar undarlegt að helgislepjan og leyndin yfir vali á einum ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli þurfa að vera slík að engu líkara er en að allir kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafi komið saman í Páfagarði að velja nýjan páfa, sjálfan fulltrúa guðs almáttugs á jarðríki. Með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi er einn íslenskur ráðherrastóll ekki það merkilegur að allt þetta tilstand sé nauðsynlegt. Almennt er Íslendingum nákvæmlega sama hverjir sitja í þessum stólum svo framarlega sem þeir gera eitthvað af viti fyrir fólkið í landinu. Langlundargeði Íslendinga er langt til jafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu