fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Lekamálið – enn ein vendingin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. nóvember 2014 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV í morgun kemur eins og enn ein sprengjan inn í lekamálið.

Af henni virðist hugsanlega mega ráða að Gísli Freyr Valdórsson hafi fengið upplýsingar um hælisleitanda sem hann lak í fjölmiðla frá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Lekadaginn eiga sér stað þrjú símtöl milli Gísla og Sigríðar plús einn tölvupóstur.

Gísli segist ekki muna hvað þeim fór á milli – en það eru ekki margir sem trúa honum lengur.

Það gerir málið enn sérkennilegra að Sigríður er ráðin lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðsumars, án auglýsingar. Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem réð hana í starfið eftir að Stefán Eiríksson hafði hrökklast úr því.

Maður veltir reyndar enn fyrir sér ráðgátu: Hvað var þetta fólk að hugsa þessa daga í fyrra þegar upplýsingunum er lekið um hælisleitandann? Af hverju var ekki hægt að láta þetta mál fara sína eðlilegu leið í kerfinu? Hver var ógnin önnur en að boðað hafði verið til mótmæla framan við ráðuneytið? Í þau mættu örfáar hræður – þær voru á bak og burt eftir stutta stund.

Eftir stendur lýsandi dæmi um hræðilega vonda stjórnsýslu – sem síðar er beinlínis metin sem saknæm af dómstóli. Og síðan yfirhylming og röð lyga sem gerir málið hálfu verra.

Og, eins og Ragnar Þór Pétursson, benti á í þessum pistli sem birtist á Eyjunni í ágúst var í viðbótinni við minnisblaðið beinlínis vísað í „rannsóknargögn“. Ragnar skrifaði:

Í versta falli hefur hér lögregluembættinu á Suðurnesjum orðið á í messunni með því að bera slúður í ráðuneytið og sitja síðan á þeim upplýsingum mánuðum og vikum saman þótt löngu væri orðið ljóst að sá sem slúðrað var í hefði gerst sekur um lög. Kannski höfðu menn einhvern móral sjálfir yfir að hafa slúðrað, hver veit?

Nema hvað, í því ljósi er það dálítið skondið, svo ekki sé meira sagt, að lögreglustjórinn yfir því mögulega klúðri skuli fluttur til í starfi og settur yfir lögreglumennina sem hafa verið að reyna að rekja lekann.

Kannski eiga þessi samskipti aðstoðarmannsins og lögreglustjórans sér aðrar skýringar, við skulum ekki útiloka það. En það þarf þá að skýra strax, undanbragðalaust.

c6e5288d8f-380x230_o

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, áður lögreglustjóri á Suðurnesjum, nú á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?