fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Verra en maður hélt það yrði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. nóvember 2014 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir urðu til að vara við stóru íbúðablokkinni sem er risin við Mýrargötu.

Það er verið að leggja lokahönd á hana, sýnist manni, íbúðir eru til sölu á uppsprengdu verði.

Það er ekki síst útsýnið sem trekkir – blokkin er auglýst með því að þaðan sé svo gott útsýni.

Þá er eins gott að vera staddur í húsinu sjálfu – því það spillir útsýni allra hinna.

Því útkoman er verri en svartsýnustu menn héldu. Þetta hús er eins og stórt æxli þarna á hafnarsvæðinu.

Enda er það byggt með þeirri græðgishugsjón sem virðist allsráðandi nú – að hafa nýtingarhlutfallið bara nógu andskoti hátt, þenjast út í hvern einasta rúmsentímeter sem skipulagið leyfir.

Og skítt með alla fagurfræði, þokka eða samræmi.

Hugsanlega seljast þessar íbúðir á hinu háa verði – það þá eins gott að gera það í tæka tíð. Einhvern veginn blasir við að innan tíðar verði verðfall á húsnæði.

1dade94289223920889435a224e9e38bfb4562ba

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“