fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Sérlega snjöll spennumynd

Egill Helgason
Mánudaginn 3. nóvember 2014 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Gone Girl gæti hugsanlega farið flokk bestu spennumynda allra tíma. Hún er byggð á skáldsögu eftir Gillian Flynn – hana hef ég ekki lesið.

En myndin er ótrúlega spennandi – án þess að nokkurn tíma sé hleypt af byssu. Það er frekar óvenjulegt þegar bandarísk mynd á í hlut. Um daginn sá ég bandaríska mynd þar sem tugir manna lágu í valnum. En hún var ekki vitund spennandi.

Gone Girl er ekki eins og rútínumyndir og rútínuspennusögur sem úir og grúir af – þar sem er eins og skrifað upp í skema – þarna er til staðar eitthvað ósagt, eitthvað sem maður veit ekki en skynjar, undirtexti. Myndin kitlar stöðugt forvitni áhorfandans.

Það kemur á daginn að það er ekki bara eiginkonan sem er versta flagð heldur heldur er eiginmaðurinn durtur sem hefur misboðið henni með bjórdrykkju, sófasetum og áhorfi á íþróttakappleiki í sjónvarpi. Maður getur jafnvel sett sjálfan sig í þessi spor.

Allt þetta er manni birt smátt og smátt í óvæntum og snjöllum vendingum. Og í lokin spyr maður hvort þau verðskuldi kannski hvort annað. En þá er maður búinn að sitja á sætisbrúninni í tvo og hálfan tíma.

gone-girl-df-01826cc_rgb

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“