fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Hið undarlega lækmál

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. október 2014 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að lækmálið stóra virkar eins og algjör skrípaleikur, og varla til annars fallið en að reyna að tefja og trufla dómsmál.

Það er varla að þurfi að ræða þetta efnislega, en það sem saksóknarinn lækaði var algjörlega fjarstæðukennd hugmynd um málið sem um ræðir – þetta var semsagt háð.

Textinn hljómaði svona og var að stofni til tilvitnun í bloggarann Pál Vilhjálmsson. Saksóknarinn lækar þetta semsagt af einhverjum ástæðum, líklega fannst honum þetta fyndið.

„Líklegast er að heimildamaður Jóns Bjarka sé vinstrimaður, ráðinn til innanríkisráðuneytisins í tíð vinstristjórnarinnar, og að viðkomandi vinstrimaður starfi sem moldvarpa í þágu vinstrimeirihlutans sem almenningur flæmdi frá völdum vorið 2013“. Páll Vilhjálmsson með alveg dásamlega samsæriskenningu. Hlutir verða eiginlega ekkert fyndnari en þetta.

En svo er náttúrlega spurning hvers eðlis læk eru. Ég vitna í afar fjölmiðlafróðan mann sem skrifar á Facebook:

Hann er ekki bara á hálum ís með þessum málflutningi sínum heldur er þetta í stuttu máli algjört bull. Læk á Facebook hefur gríðarlega margar merkingar hjá fólki og alls ekki hægt að segja að læk hjá einum þýði það sama og hjá öðrum. Þar fyrir utan notar fólk læk á mismunandi hátt eftir því hvað er verið að læka eða hjá hverjum. Þannig læka ég hluti hjá góðum vinum mínum sem ég t.d. túlka sem kaldhæðni af þeirra hálfu, sem ég myndi aldrei læka hjá öðrum.
Þetta er hættulegt fordæmi og ég vona að dómarinn átti sig á því hversu bjánalegt það væri að hann ætlaði sér að túlka læk hjá einstaklingi úti í bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina