fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Verður áfengisfrumvarpinu hleypt áfram?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. september 2014 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingskjal númer 17 á yfirstandandi þingi fjallar um að heimila skuli sölu áfengis í matvörubúðum. Þetta er mál sem fékk talsvert umtal áður en það var lagt fram. Aðalflutningsmaðurinn er hinn ungi þingmaður Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, en meðflutningsmenn eru úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð, Framsóknarflokki og Pírötum. Þeir eru:

Björt Ólafsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Willum Þór Þórsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal, Jón Gunnarsson,
Brynhildur S. Björnsdóttir, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson.

Margt bendir til þess að frumvarpið verði samþykkt ef það kemur til kasta þingsins. Líklega yrðu Vinstri græn eini flokkurinn sem væri alfarið á móti. Sjálfstæðisflokkurinn yrði sennilega allur með, sem og Píratar, hluti af Framsókn og Bjartri framtíð og einhverjir úr Samfylkingu.

En svo er spurning hvort ríkisstjórni kæri sig um að efna til svo róttækrar og umdeildrar breytingar í vímuefnamálum? Ríkiseinkasala á Víni er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þessar þjóðir hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu fyrirkomulagi í viðskiptum sínum við Evrópusambandið.

Ein leiðin til að þetta verði ekki er einfaldlega sú að hleypa málinu ekki á dagskrá þingsins eða tefja það í nefndum. Það væri svosem ekkert einsdæmi, því þingmannamál daga einatt uppi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“