Það er mikið áhyggjuefni ef ungt fólk frá Evrópu fer til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs við Isis-hreyfinguna svokölluðu.
Uppi eru miklar vangaveltur um hvað eigi að gera við þetta fólk þegar það snýr heim. Á Vesturlöndum er réttarríki – það er ekki hægt að stinga því beint í steininn og fleygja lyklinum. Sé það dregið fyrir dómstóla, getur verið erfitt að sanna á það morð og ofbeldisverk. En það er í raun ekki hægt að hleypa því út í samfélagið aftur.
Isis er hreyfing sem beinlínis gengur út á þjóðarmorð – útrýmingu á shía múslimum og kristnu fólki.
Í aðra röndina eru þetta í raun níhilistar sem eru utan við allt siðferði – ofbeldi og eyðilegging er tilgangur í sjálfu sér.
En svo hefur þetta líka sína afkáralegu hlið – mitt í öllum hryllingnum. Sjáið til dæmis búningana – þeir eru ótrúlega asnalegir. Greinilega fengnir úr amerískum b-myndum og tölvuleikjum sem fjalla um það sem heitir ninja.
Þannig að ofan á allt er þetta líka fávitalegt.
Isis-liðar marséra í ninja-búningum.
Bandarísk ungmenni klædd ninja-búningum á hrekkjavöku.