Ég gef mig ekki út fyrir að vera mikinn ljósmyndara. Og ég nota bara símann til að taka myndir. En birtan þegar fór að rökkva í gær var einstaklega falleg. Hér eru þrjár myndir úr gönguferð í Vesturbænum.
Mosavaxinn veggur við Ásvallagötu 6. Hvað ætli taki langan tíma fyrir svo mikinn mosa að vaxa?
Dulúðug stemming í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Horft úr kirkjugarðinum yfir til Hörpu og Esjunnar.