fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Útgáfubækurnar 1972

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. september 2014 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er skemmtileg þessi ljósmynd sem má sjá í glugga bókabúðar Máls & menningar við Laugaveg.

Sú Mál & menning sem þar er nú er ekki alveg sama og var þá, því á árunum sem myndin var tekin starfaði bókabúðin í tengslum við samnefnt bókaforlag.

Þarna sjást afgreiðslukonurnar Anna Einarsdóttir og Ester Benediktsdóttir, sem lengi störfuðu í Máli & menningu – líklega eru þær með útgáfubækur ársins 1972. Þarna má sjá skáldsöguna Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson, síðara bindi þeirrar bókar kom einmitt út það ár.

Gunnar og Kjartan var held ég fyrsta íslenska nútímaskáldsagan sem ég las. Ég var ekki nema ellefu ára þegar fyrra bindið kom út, en bókin var talsvert auglýst í sjónvarpi og mér fannst eitthvað heillandi við hana. Ég hef ekki lesið hana síðan, en mig rámar enn í lýsingarnar á afar menningarlega sinnuðum menntaskólanemum – Kjartan var að reyna að halda í við þá í bókinni.

Annars eru bækurnar ekkert slor. Við sjáum Hreiðrið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Veðrahjálm eftir Þorstein frá Hamri, Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum, bók eftir Þórberg Þórðarson og Lazarus frá Tormes sem var þýdd af Guðbergi Bergssyni.

IMG_5257

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina