There is a sucker born every minute
Þetta á bandarískur kaupsýslumaður að hafa sagt þegar hann var spurður hvers vegna varan hans væri svona vinsæl.
Líklega má heimfæra þetta upp á tölvufyrirtækið Apple.
Fyrir ári kynnti fyrirtækið símana iPhone 5s og 5c og þá varð uppi fótur og fit. Þeir voru aðeins öðruvísi en iPhone 5.
Nú, aðeins ári síðar er kynntur síminn iPhone 6 og þá er biðröðin eftir nýja símanum í London svona.
iPhone 6 er pínulítið öðruvísi en símarnir sem á undan komu. Þeir verða komnir í sölu út um allt eftir stuttan tíma. En markaðssetningin er auðvitað fín – og hluthafarnir græða, út á það gengur þetta.