Hér er mynd úr Vesturförum í kvöld. Þátturinn er á Rúv klukkan 20.10.
Myndin er tekin í Árborg við Winnipegvatn.
Þarna eru David Gislason, skáld og bóndi, og Bragi Simundsson.
Þeir kveða saman í þættinum Lækjarvísur eftir Gísla Ólafsson.
Þátturinn fjallar annars að miklu leyti um skáldskapinn og bókmenntirnar á Nýja Íslandi.