fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Verulega óþægilegt fyrir Sigmund Davíð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. september 2014 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki komist í hann jafn krappann í forsætisráðherratíð sinni og í dag.

Allir fjölmiðlar rifja upp ummæli hans um hækkun á matarskatti. Þau voru svo afdráttarlaus að ljóst er að fyrir fáum árum fannst Sigmundi þetta algjör fjarstæða:

„Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir.

Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.

Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna.

Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva.“

Þetta eru sterk orð – og maður spyr hvers vegna Sigmundur hefur skipt um skoðun. Er skýringin samningar við Sjálfstæðisflokkinn sem fólu í sér að hann samþykkti skuldaleiðréttingu Framsóknar?

Eða hvað?

Þetta kemur upp sama dag og Sigmundur flytur stefnuræðu sína sem forsætisráðherra – hún verður á RÚV í kvöld. Það er mjög óþægilegt fyrir hann, enda er líklegt að hækkun matarskattsins muni yfirgnæfa önnur mál. Og ekki bætir það stöðuna fyrir hann að innan Framsóknar er líka mikil óánægja með þessa aðgerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri