fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Reynir, Hallgrímur og átökin á DV

Egill Helgason
Mánudaginn 8. september 2014 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamenn DV eru í klemmu. Ritstjórinn þeirra, Reynir Traustason, er á förum. Þeir eru móðgaðir út í nýja stjórn fyrirtækisins vegna orða sem hafa verið látin falla um Reyni í átökunum um blaðið.

Og kannski kemur DV ekki út á morgun.

Þetta minnir mig mjög á átökin sem urðu þess valdandi að Helgarpósturinn hætti að koma út 1988. Þá náðu nýir eigendur tökum á blaðinu, þeir ætluðu að halda áfram útgáfunni, en blaðamennirnir voru ósáttir. Þeir fóru í setuverkfall og eigendurnir lokuðu sjoppunni.

Þá hékk Helgarpósturinn á horriminni líkt og DV gerir nú. Svona blöð eru ekki gefin út í gróðaskyni.

Ég er ekki viss um að blaðamennirnir séu að gera rétt. Reynir er auðvitað ekki ómissandi, þótt hann hafi gert margt gott í blaðamennsku og sé öflugur. En það er greinilegt að hann hefur stundum þurft að fara fjallabaksleiðir til að halda blaðinu gangandi, og auk þess hefur hann þann stóra galla að blaðamennska hans er full persónuleg. Hann á það til að hamast í fólki sem honum líkar ekki við – og jaðrar þá stundum við einelti.

Nú hefur Hallgrímur Thorsteinsson verið settur sem ritstjóri. Blaðamennirnir geta treyst Hallgrími. Hann hefur starfað í fjölmiðlum í marga áratugi – hjá Ríkisútvarpinu fyrst og síðar, hann var fréttastjóri Bylgjunnar í árdaga og hann var á Helgarpóstinum. Hallgrímur er ærlegur maður, hann er gjörkunnugur siðferðishlið blaðamennskunnar vegna starfa sinna og náms – og er trúandi til að gera góða hluti á DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“