fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Nató og tilverugrundvöllurinn

Egill Helgason
Föstudaginn 5. september 2014 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nató er klúbbur sem lengi hefur verið að leita að rökum fyrir tilveru sinni. Eitt sinn var þetta stórmikilvægt varnabandalag þjóða í Evrópu plús Bandaríkin. Það var í Kalda stríðinu – þegar kommúnistaógnin vofði yfir. Það voru ekki síst sósíaldemókratar í Norðurálfu sem tóku þátt í stofnun Nató. Svo var það á Norðurlönduum og líka hér á Íslandi – þeir máttu þola harðar kárínur frá kommúnistum og samferðarmönnum.

Svo féll Múrinn og Nató fór að leita sér að tilverugrundvelli. Menn dreymdi jafnvel um að yrði til ný heimur þar sem menn sæju að stríðsátök væru tilgangslaus. Svo reyndist ekki vera. Nató beitti sér á Balkanskaga og síðar í Afganistan og Líbýu. Þá var bandalagið komið langt út fyrir sitt hefbundna áhrifasvið.

Það er merkilegt að ríki Austur-Evrópu, eins og Pólland og Tékkland, voru ekki lengi að kasta sér í faðm Nató eftir að þau fengu frelsi undan Sovétvaldinu. Þau þekktu vel ógnina úr austri – og grunaði að hún væri kannski ekki alveg liðin hjá. Nú hefur það aldeilis komið í ljós.

Partnership for Peace er samstarf milli Nató og Rússlands og fleiri ríkja, það er aðallega sniðið kringum gömlu lýðveldi Sovétríkjanna. Undir merkjum PfP fóru rússneskir herforingjar að koma til Brussel, í höfuðstöðvar Nató, og spígsporuðu þar um ganga. Nú er það liðin tíð. Hugsanleg innganga Úkraínu í Nató eykur enn spennuna.

Eitt vandamál Nató er forystan. Þar er nú framkvæmdastjóri Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur. Fogh hefur aldrei verið sterkur á sveillinu, hvorki hvað varða dómgreind eða gáfur, hann var undirlægja Bush og Blair á tíma hins skelfilega misráðna Íraksstríðs, lá algjörlega flatur fyrir þei,.

Í næsta mánuði tekur miklu betri maður við framkvæmdastjórastöðunni hjá Nató, en það er Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.

url-25

Jens Stoltenberg tekur við sem framkvæmdastjóri Nató í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“