Ég kemst ekki inn á Facebook, og ekki heldur konan mín.
Pælið í því ef Facebook myndi hrynja, hverfa endanlega, það væri engin Facebook lengur.
Við yrðum ringluð fyrst um sinn, myndum missa samband. En svo myndum við átta okkur og fara að gera eitthvað annað.
Yrði heimurinn eitthvað verri. Varla.
Annars hugsar maður Facebook þegjandi þörfina fyrir nýja skilaboðaviðmótið þar sem þetta alltumlykjandi fyrirtæki vill halda áfram að éta sig lengra inn í persónuupplýsingar manns.
Rétt eins og maður hugsar bönkunum þegjandi þörfina fyrir að láta sér detta í hug að rukka mann fyrir að komast á fund gjaldkera. Þetta eru sömu bankar og maður er nauðbeygður að leggja peninga í mánaðarlega – en fær enga vexti fyrir.
Að ógleymdum fyrirtækjum sem hækka reikninga, jafnvel um helming, ef maður borgar þá ekki á tíma í heimabanka.
Öll þessi sjálftaka er ekki í lagi.