fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Ef Facebook hyrfi?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. september 2014 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kemst ekki inn á Facebook, og ekki heldur konan mín.

Pælið í því ef Facebook myndi hrynja, hverfa endanlega, það væri engin Facebook lengur.

Við yrðum ringluð fyrst um sinn, myndum missa samband. En svo myndum við átta okkur og fara að gera eitthvað annað.

Yrði heimurinn eitthvað verri. Varla.

Annars hugsar maður Facebook þegjandi þörfina fyrir nýja skilaboðaviðmótið þar sem þetta alltumlykjandi fyrirtæki vill halda áfram að éta sig lengra inn í persónuupplýsingar manns.

Rétt eins og maður hugsar bönkunum þegjandi þörfina fyrir að láta sér detta í hug að rukka mann fyrir að komast á fund gjaldkera. Þetta eru sömu bankar og maður er nauðbeygður að leggja peninga í mánaðarlega – en fær enga vexti fyrir.

Að ógleymdum fyrirtækjum sem hækka reikninga, jafnvel um helming, ef maður borgar þá ekki á tíma í heimabanka.

Öll þessi sjálftaka er ekki í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“