fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Bardagafúsir Vestfirðingar

Egill Helgason
Föstudaginn 29. ágúst 2014 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið haft á orði að Vestfirðingar séu miklir deilumenn.

Eitt sinn var ég staddur í Borgarfirði, þaðan sem ég er sprottinn í tvær ættir, og ræddi við konu sem þangað hafði flutt af Vestfjörðum.

Hún sagði að sér leiddist dálítið í Borgarfirði, fólk þar væri værukært og átakafælið.

Öðru gegndi um Vestfirðinga.

Það er vitað að margir helstu pólitísku slagsmálamenn Íslands eru og hafa verið að vestan. Einn slíkur er forseti Íslands.

Nú er merkilegt að sjá Vestfirðinga í átökum um blaðið DV sem er gefið út í Reykjavík.

Mér skilst að Reynir Traustason og Björn Leifsson, kenndur við World Class, komi úr sömu götu á Flateyri.

Og í þessum slag er líka Sigurður G. Guðjónsson sem ólst upp stutt þar frá, á Þingeyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“