fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Dálítið villandi prósentureikningur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. júlí 2014 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkileg er tölfræðin í frétt frá Samtökum atvinnulífsins – þar sem brugðist er við óánægju vegna mikils launaskriðs forstjóra.

Reyndar er því haldið fram að skýringin kunni að vera sú að launalækkanir forstjóranna á hruntímanum séu að ganga til baka.

Eins og aðrir hafi ekki þurft að þola kjaraskerðingu þá!

Svo er birt línurit – sem maður veit svosem ekki hvað er mikið að marka – en á því kemur fram að launahækkanir forstjóra frá 2006 hafi verið 43,6 prósent en hækkanir á almennum vinnumarkaði 45,2 prósent.

Tökum launamann sem hafði 200 þúsund krónur á mánuði 2006. Laun hans hafa hækkað í 290 þúsund á þessum árum.

Tökum forstjóra sem hafði 2 milljónir á mánuði 2006. Laun hans hafa hækkað í 2,9 milljónir á þessum árum.

Sé þetta reiknað yfir í árslaun hefur launamaðurinn hækkað um rétt rúma 1 milljón, en forstjórinn hefur hækkað um 10 milljónir.

Prósentureikningurinn segir semsagt ekki alla söguna.

arsbreyting-heildarlauna-a-vinnumarkadi-2006-2013

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump