Hvers vegna að hafa hlutina einfalda þegar hægt er að hafa þá flókna er sagt á þýsku.
„Warum einfach, wenn es kompliziert geht.“
Þetta má kannski nota þessi orð um það hvernig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggur upp þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Hann telur að hægt verði að greiða atkvæði um tvennt:
Annars vegar hvort þjóðin vill ganga í Evrópusambandið eða ekki. Þar væri hægt að svara þeirri spurningu. Hins vegar væri hægt að spyrja þjóðina hvort hún sé sammála því að ekki yrði farið af stað á ný án þess að hún yrði spurð. Einhvers konar tvöföld atkvæðagreiðsla.
Ein athugasemdin sem má lesa um þetta á Facebook hljóðar svo:
Mér finnst alveg vanta tillögu um að greiða atkvæði um hvort eðlilegt sé að greiða atkvæði um þessa tillögu GBS.