fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Umræða brýst út – í Reykjavíkurbréfi

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. maí 2014 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í gær segir:

Margir Evrópumenn hafa á örfáum árum gerst mjög umburðarlyndir gagnvart fjandsamlegri umfjöllun um kristna trú, og virðist engu skipta hversu langt er gengið.

Þeir sömu fara mun varlegar gagnvart öðrum trúarbrögðum. Það skerðir ekki vilja til ýkts umburðarlyndis af því tagi, þótt slíkum trúarbrögðum sé fylgt fram af miklum ofsa eða útfærsla þeirra stangist algjörlega á við viðtekin sjónarmið heima fyrir, svo sem í afstöðu til hlutverks og réttinda kvenna, sem jafnvel verða að sæta andlegum og líkamlegum hryðjuverkum í öfgafyllstu tilfellunum með vísun til trúarlegra heimilda.

Og svo er haldið áfram í nokkuð svipuðum dúr:

Það er ekkert rangt við það, að fólk vilji fá upplýst, hvort engu skipti fyrir það, ef annarra þjóða fólk sæki bæði hratt og í miklum mæli inn í velferðarkerfi, sem það hefur ekkert lagt til, og muni sennilega frá fyrsta degi þurfa mjög á að halda.

Það felast engir kynþáttarfordómar í slíkum spurningum. Og það hefnir sín að kæfa í fæðingu varfærnislega umræðu af því tagi. Í rauninni er illskiljanlegt að margir skuli frekar óttast ábyrga og öfgalausa umræðu um rétttrúnaðarefnin en afleiðingarnar af því að bannfæra hana.

Hún mun brjótast út, fyrr eða síðar, eins og dæmin sanna og þá er hætt við að öfgar og ábyrgðarleysi muni einmitt einkenna hana. Og engu verði lengur um þokað.

Umræðan mun brjótast út, segir í Reykjavíkurbréfinu. Og þá hlýtur maður að spyrja, ætlar Morgunblaðið kannski að fara að feta sig út á þessa braut?

Sigurjón M. Egilsson skrifar í vefrit sitt Miðjuna – og kaldhæðnin leynir sér ekki:

Eftir að hafa lesið þetta, og alvöruna að baki orðunum og ekki síst hver segir þetta og skrifar, held ég að þjóðin verði að bregðast við og það strax. Nú verður umræðan að breytast hratt og örugglega. Ef ekki mun, einsog segir í Reykjavíkurbréfi, umræðan brjótast út og þá munu öfgar og ábyrgðarleysi muni einmitt einkenna hana. Og engu verði lengur um þokað.

090628_Morgunbladid

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“