fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Varla hægt að tala um „heimilin“

Egill Helgason
Laugardaginn 17. maí 2014 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki heppileg orðanotkun þegar talað eru um skuldaleiðréttingar að þær séu fyrir „heimilin“. Að loks sé verið að gera „eitthvað fyrir heimilin“.

Því heimilin eru jafn mörg og þau eru margvísleg. Þetta er full víðfemt, svo ekki sé meira sagt.

Sum heimili fá ekkert úr þessum skuldaleiðréttingarpakka, önnur fá slatta.

Þeim er hjálpað sem keyptu húsnæði á ákveðnu tímabili, semsagt húsnæðiseigendum eða skuldurum. Sumir hafa þegar fengið einhverja leiðréttingu sinna mála – með sérstökum vaxtabótum eða 110 prósenta leiðinni sem dregst frá.

Leigjendur, sem eru sá hópur sem stendur einna höllumstum fæti á húsnæðismarkaði, fá ekki neitt. Landsbyggðin fær minna út úr þessu en suðvesturhornið.

„Heimilin“ eru semsagt óbrúklegt hugtak í þessu sambandi. Það má meira að segja vera að sum heimili bíði skaða af aðgerðinni – því hún er jú fjármögnuð í gegnum skatta og hefur ýmis efnahagsáhrif.

Enda kom í ljós í áliti frá skattstjóra að „heimili“ væri ekki hugtak sem væri til í lagalegum skilningi.

Það er svo varla hægt að segja að það sé sérstök aðgerð í þágu „heimila“ að leyfa fólki að nota séreignarlífeyri til að greiða húsnæðislán. Þar er einungis um að ræða breytingu á því hvernig fólk notar sparnað sinn og hentar fólki misjafnlega vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“