fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Stórmerkileg skýrsla Rauða krossins

Egill Helgason
Föstudaginn 16. maí 2014 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla Rauða krossins um það hvar þrengir að í íslensku samfélagi er stórmerkilegt plagg, full af upplýsingum sem eru nauðsynlegt innlegg í þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Birtar hafa verið fréttir úr henni um hvernig stéttaskipting hefur aukist á Íslandi, en þarna má líka finna upplýsingar um stöðu innflytjenda. Við sjáum að tala innflytjenda á Íslandi þrefaldaðist á einum áratug eftir 2000. Nú er talan tæp 30 þúsund. Einn viðmælandi í skýrslunni segir:„

Já, þeir sem eru ekki frá Norður-Evrópu, Ameríku, Ástralíu, þ.e. líkir okkur. Pólverjar og fólk frá Eystrasaltslöndunum standa höllum fæti þó þessi lönd hljóti að teljast til N-Evrópu – en verst staddir þeir sem eru frá Tælandi, Filippseyjum, svartir Afríkumenn og arabar/múslimar.“

Einna mest sláandi niðurstöðurnar eru um unga karlmenn, það er talað um alvarlega tilvistarkreppu þeirra. Þeir eru fjölmennasti hópurinn sem nýtur framfærslustyrks frá sveitarfélögum. Þetta eru þeir sem glíma við mest atvinnuleysi og segir á einum stað:

„Þarna sér maður mikil geðræn vandræði, oft eftir mikla kannabisneyslu,“ sagði starfsmaður geðheilbrigðisþjónustunnar.  „Geðdeildirnar eru fullar af ungum körlum sem hafa verið í mikilli neyslu.“

Þá má velta fyrir sér hlut tölvufíknar:

,,…Þá sátu þeir bara í sínu herbergi og lágu yfir tölvum daga og nætur“. […],,Starfsmaður í geðheilbrigðisþjónustunni benti á að börn flyttu í raun „að heiman“ sjö eða átta ára gömul. „Þá eru þau komin inn í herbergin sín með tölvuna og símann og spjaldtölvuna og foreldarnir vita ekkert hvað þau eru að gera. Þessir krakkar veslast upp löngu fyrir tíunda bekk. Foreldrarnir eru svo uppteknir af sínum starfsframa að krakkarnir verða útundan.“

 

Það er mikill kostur við skýrslu Rauða krossins hversu hreinskilnisleg hún er. Það er óhikað horfst í augu við vandamál sem sem hefur þótt erfitt að ræða. Eitt er til dæmis hvernig heilu fjölskyldurnar festast á örorkubótum – fara í „öryrkjann“ eins og það er kallað.

 Félagsráðgjafi í Reykjavík, sem hefur áralanga reynslu af vinnu með þeim sem bágast eiga, ítrekar að í hópi þeirra sem snúast með spíralnum sé fólk „sem leggur allt í sölurnar til að börnin komist út úr vítahringnum, að þau komist til náms. Svo er náttúrlega hitt: þar sem takmarkið er að komast á örorkubætur.“

Þetta er þekkt fyrirbæri á öllum stærri stöðum á landinu, sagði félagsmálastjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Fólk kemur hingað með börnin sín þegar þau verða 18 ára til að leiða þau inn í bótakerfið, þannig að þetta er að talsverðu leyti lærð hegðun. Þetta unga fólk hefur ekki kraft eða orku til að taka sig á – jafnvel þótt töluverður hluti þess sé vinnufær að hluta. en það menntar sig ekki og stundar ekki vinnu. Mér finnst því eðlilegt að velta fyrir mér hvort þetta er ný „fyrsta kynslóð“. Svipaðar áhyggjur heyrðust á Suðurlandi þar sem vaxandi fjöldi ungmenna „bankar hér uppá 18 ára og leitar eftir fjárhagsaðstoð. Sum þeirra virðast telja sjálfsagt að fá sínar 65 þúsund krónur á mánuði, búa heima og þurfa ekki að vinna.“ Og á Norðurlandi var sögð sama saga: „Við sjáum hér þriðju og fjórðu kynslóð sem virðist ætla í öryrkjann,“ sagði starfsmaður félagsþjónustunnar þar.

 

489342

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir