fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Huang Nubo fær augastað á Svalbarða

Egill Helgason
Föstudaginn 16. maí 2014 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um Huang Nubo, kaupsýslumanninn kínverska sem vill líklega ennþá kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Nubo er kannski orðin vondaufur um þessi kaup, því nú hefur hann snúið sér að Noregi. Hann vill byggja hótel í Bergen, Osló og á Svalbarða, segir NRK.

Og raunar segir að hann vilji fá 216 ferkílómetra svæði á Svalbarða til að setja upp orlofsbæ fyrir Kínverja. Það er ekki ólíkt hinum stóru áformum um uppbyggingu á Grímstöðum.

Annars er greinin nokkuð full af tortryggni. Það er sagt frá því að enginn kaupsýslumaður í Kína nái svo langt nema að vera nátengdur kommúnistaflokknum, þeim „einkaklúbbi“ eins og það er kallað.

Í tengdri frétt eru áform Nubos einnig rædd í samhengi við fullveldi Noregs – og fyrirætlanir Kínverja í Norðurhöfum. Þar er rætt við spænska blaðamanninn Juan Pablo Cardenal sem hefur skrifað bók um framgöngu Kína á alþjóðavettvangi og var á sínum tíma gestur í Silfri Egils.

Cardenal varar Norðmenn við Nubo og Kínverjum.

url-4

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn