fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Kirsuberjatrén blómgast

Egill Helgason
Mánudaginn 12. maí 2014 23:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kirsuberjatré sem eru farin að blómgast hér á Íslandi á vorin yrkja þeir kvæði í Japan. Trén eru þar tákn um vorið.

Því koma kirsuberjatré oft fyrir ljóðforminu sem nefnist haiku. Og reyndar hefur kirsuberjablóminn verið tákn um fleira, eins og til dæmis unga hermenn sem var fórnað í heimstyrjöldinni síðari.

Haiku eða hæka er þrjár ljóðlínur, í fyrstu línu eru fimm atkvæði, í annarri línunni sjö og í þriðju og síðustu línunni fimm atkvæði.

Efnið er yfirleitt einfalt, en tengist náttúrunni og árstíðinni þegar hækan er ort. Ekki er verra ef maður nær að segja hvenær, hvar og nokkurn veginn hvað er að gerast.

Formið er semsagt harla strangt ef maður fylgir því í hörgul. Þetta er skyndimynd, snöggrissuð eins og segir hér í grein um Óskar Árna Óskarson sem hefur fengist við hækur.

Í kvöld varð til þessi heldur lélega hæka:

Kirsuberjablóm
sem springa út í kvöldsól
í garði Martins

Tilefnið er kirsuberjatréð sem stendur í blóma hjá húsi vinar míns sem heitir Martin og staðfestir rækilega við mann þetta yndislega vor sem við erum að upplifa í þessum landshluta. Hér er mynd af því tekin á síma í kvöld – í svipuðum gæðum og hækan.

Kannski geta lesendur síðunnar ort betri hækur – ja, eða bara ferskeytlur – því hér er grein eftir Hallgrím Helgason frá því 1997 þar sem hækur fá að finna til tevatnsins – og eru taldar til marks um lognmollu í ljóðlist.

IMG_2797

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur