fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Pólsku mjaltakonurnar hlutu ekki náð fyrir augum dómnefnda

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. maí 2014 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misræmið milli dómnefnda og þess sem almenningur valdi í Evróvisjón er dálítið skemmtilegt.

Þannig sigruðu pólsku mjólkurbústýrurnar í kosningunni meðal almennra áhorfenda í Bretlandi, en þær voru í öðru sæti á Íslandi.

Hjá íslenskum áhorfendum, í símakosningunni, voru Hollendingar efstir en Austurríki var í þriðja sæti.

Ein skýring gæti náttúrlega verið sú hversu margir Pólverjar búa á Íslandi og í Bretlandi – en svo gæti líka hugsast að margir séu spenntari fyrir þrýstnum barmi en skeggjaðri konu.

En íslenska dómnefndin setti Pólland í 23. sæti, en breska dómnefndin setti lagið í neðsta sæti.

poland

Hér er áhugavert blogg. Þarna skrifar Alan Renwick, stjórnmálafræðingur við háskólann í Reading, um viðhorfin sem birtast í atvkvæðagreiðslunni í gærkvöldi, hann flokkar þær í þrennt, atkvæðagreiðsluna heilt yfir, símakosninguna og álit dómnefnda. Hann er að kanna hvort þarna sé hægt að greina mismunandi viðhorf til kynferðismála með því skoða hverjir greiða atkvæði með Conchitu Wurst – og kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé, en að mismunurinn birtist fremur í áliti elítufólksins sem situr dómnefndunum en í símakosningunni.

Þannig fær Conchita mjög fá atkvæði meðal dómnefndanna í Rússlandi og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna.

En svona lítur kort Renwicks út ef einungis er byggt á áliti dómnefndanna.

Eurovision-2014-Austria-jury

En svona lítur kortið út ef símakosningin meðal almennra áhorfenda er skoðuð.

Eurovision-2014-Austria-popular

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok