fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Hvernig eru þeir þá heima hjá sér?

Egill Helgason
Föstudaginn 9. maí 2014 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Columbia háskóli í New York í Bandaríkjunum er einn sá allra besti í heimnum, í nýlegri könnun er hann í fjórtánda sæti yfir háskóla veraldarinnar. Enginn háskóli í heimi hefur getið af sér jafn marga Nóbelsverðlaunahafa, en árlega sér skólinn um að veita hin virtu Pulitzer verðlaun – þau eru veitt fyrir afrek í blaðamennsku, bókmenntum og tónlist.

Meðal frægðarfólks sem hefur stundað nám við háskólann eru forsetarnir Theodore Roosevelt, Franklin D. Roosevelt og Barak Obama, fjárfestirinn Warren Buffett, hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg, utanríkisráðherrann Madeleine Albright, hagfræðingurinn Milton Friedman og rithöfundurinn J.D. Salinger.

„Áhrifamaður í íslensku atvinnulífi“, eins og það er orðað í Kjarnanum, reyndi að hafa áhrif á störf Jóns Steinssonar hagfræðings við þennan fræga háskóla. Viðkomandi, sem Jón vill ekki segja hver var, sendi deildarforseta í Columbia bréf þar sem hann kvartaði undan skrifum Jóns í íslenska fjölmiðla.

Líklega hefur þeim fundist þetta kynlegt í menntastofnun þar sem er hefð fyrir akademísku frelsi, en Jón lýsir viðbrögðunum þannig.

„Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfirmann hagfræðideildar í Columbia, sem þeir hafa augljóslega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar einhver í háskólum á Íslandi skrifar svona.“

Það er lóðið. Hvernig láta menn sem reyna þagga niður í starfsmönnum frægustu háskóla í heimi þegar þeir eru á heimavelli – í litla landinu sínu?

e6791edfec-304x201_o

Jón Steinsson er pistlahöfundur hér á Eyjunni. Hann er dósent í hagfræði við Columbia háskóla. Jón segir í Kjarnanum að þátttaka hans í opinberri umræðu sé óaðskiljanlegur hluti af starfi hans sem háskólakennara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni