Þetta er stórmerkileg frétt í Fréttablaðinu þar sem vitnað er í samantekt Sigurðar Jóhannessonar hagfræðings sem birtist í tímaritinu Vísbendingu.
Þarna eru teknar til skoðunar nokkrar stórframkvæmdir á Íslandi, niðurstaðan er sú að þær hafa farið mikið fram úr kostnaðaráætlun. Sums staðar er prósentuhækkunin mjög há, eins og í tilviki Ráðhússins í Reykjavík – allt að 150 prósent.
En við aðrar framkvæmdir eru krónuhækkunin svakaleg, eins og í tilviki Kárahnjúkavirkjunar. Þar erum við að tala um hækkun úr 123-135 milljarða króna upp í 240 milljarða króna.
Getur þetta verið raunin?