Margt tiltölulega ungt fólk sem ég þekki er í öngum sínum eftir að hafa fengið blað Landsambands eldri borgara inn um lúguna hjá sér. Þetta fólk veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, en það telur sig eiga nokkuð í að fylla flokk eldri borgara.
Þannig skrifar Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir rithöfundur á Facebook síðu sína:
Ég þarf áfallahjálp eftir að hafa fengið sent heim sumarblað félags Eldri borgara á mínu nafni – þeir hljóta að borga reikninginn úr því þeir hafa efni á að senda þetta ljóta og leiðinlega blað á ungt fólk … fokkandi umhverfis subbuskapur og plastað í ofanálag.
Þórunn bætir svo við að hún sé flúin til Mexíkó og komi aldrei aftur.