fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Game of Thrones – frábært sjónvarp

Egill Helgason
Mánudaginn 28. apríl 2014 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef kolfallið fyrir sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

Kveikti ekkert sérstaklega á þeim í fyrstu, en hef nú horft á alla sem hafa verið sýndir. Bíð eftir þætti sem verður í kvöld.

Þetta er frábært ævintýri, riddurum, skuggalegum köstulum, grimmum konungum, launráðum, svikum, morðingjum, nornum, drekum og afturgöngum – jú, það vantar heldur ekki ástir og kynlíf.

Þetta eru miklu skemmtilegra og kraftmeira en hið þunglamalega Lord of the Rings eða Hobbit. Þar eru persónurnar annað hvort vondar eða góðar, en í Game of Thrones eru þær flóknari, persónur sem maður hélt að væru vondar í gegn geta átt það til að gera göfugmannlega hluti en valda manni svo oft vonbrigðum aftur. Þeir sem maður hélt að væru góðir eru allt í einu farnir að vinna fólskuverk.

Vinátta spinnst á milli óvæntra persóna, maður fær ekki alltaf að vita hversu djúpt hún ristir eða hvað eru bara stundarhagsmunir. Maður er oft á nálum yfir svikráðunum. Sögupersónurnar eru líka furðu fljótar að falla og deyja ef svo ber undir. Persóna sem maður hélt að hlyti að endast út alla söguna er allt í einu úr myndinni, búið að skera hana á háls, eitra fyrir henni eða höggva af henni hausinn.

Maður hálfpartinn dáist að því hvað höfundurinn, George R. R. Martin er örlátur á persónur sínar – hann drepur þær unnvörpum, líka þær sem manni er farið að þykja vænt um, en með því nær hann að fara með söguna í óvæntar áttir.

Ég hef verið að blaða í Sturlungu meðfram þessu – það fer ágætlega saman. Game of Thrones lýsir sannkallaðri Sturlungaöld.

Þættirnir eru svo vel gerðir að telst meiriháttar afrek. Maður hefur sjaldan eða aldrei séð jafnmikið lagt í sjónvarpsþáttaröð. Þeir eru frábærlega leiknir, enda hellingur af frægum leikurum sem kemur við sögu, og sérlega vel skipað í hlutverkin. Þarna eru alvöru samtöl, ólíkt því sem gerist í Lord of the Rings og Hobbittanum þar sem persónurnar eru alltaf að flytja ávörp.

Þetta er tekið upp á Íslandi, Norður-Írlandi, Króatíu og Marokkó. Ísland er norðrið þar sem alls kyns kynjaverur eru á ferli, landið handan hins mikla Múrs sem er 700 fet á hæð, þakinn ís; suðrið er í senunum í Marokkó, þar fer um drottningin upprennandi, Daenerys Targaryen, leggur undir sig borgríki og leysir þræla úr ánauð og gerir þá að liðsmönnum í ört stækkandi her sínum. Það stefnir í mikið uppgjör í lokin. Nú er verið að sýna fjórðu seríuna, þær eiga að verða sex, skilst mér.

Þetta er frábært efni. Valar morghulis.

gameofthrones

Tyrion Lannister er ein af persónunum sem maður getur látið sér líka vel við í Game of Thrones. En um leið óttast maður að kunni að fara illa fyrir honum mitt í öllu svikabrallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar