fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Karla- og kvennakvöld undir smásjánni

Egill Helgason
Mánudaginn 28. apríl 2014 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef gert nokkrar tilraunir á ævinni til að halda ræður á árshátíðum eða  karlakvöldum.

Í öllum tilvikum hefur það mistekist hrapallega.

Kannski er ég ekki nógu skemmtilegur – en svo kann skýringin líka að vera sú að ég kann ekki að segja dónabrandara.

Ég er frekar teprulegur.

Það er mjög sterk krafa um það á svona samkomum að ræðuhöld skuli vera klámfengin. Kannski er það nauðsyn – fólk sem er búið að fá sér í glas er ekki góðir áheyrendur.

En nú eru karla- og kvennakvöldin komin undir smásjána – og hugsanlega árshátíðirnar líka.

Þetta gerðist eftir að Guðni Ágústsson, einn vinsælasti tækifæriræðumaður landsins, gaf færi á að fara í framboð aftur. Tvíræðir brandarar af kvöldskemmtunum urðu fréttaefni af þessu tilefni.

Og nú er sagt frá kvennakvöldi hjá íþróttafélagi í Kópavogi þar sem konurnar kröfðust þess að ungir karlmenn færu úr að ofan.

Er þá kominn tími til að hreinsa ærlega til á samkomum af þessu tagi?  Gera dónaskapinn útlægan?

Þá ætti ég kannski aftur möguleika sem ræðumaður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól