fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Gömlu Uppsalir

Egill Helgason
Laugardaginn 26. apríl 2014 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd sem er tekin af Uppsölum, stóru timburhúsi á horni Túngötu og Aðalstrætis, segir mikla sögu.

Uppsalir var frægt hús, þar voru ýmsar verslanir og veitingastaðir í gegnum tíðina. Þar var til dæmis staður sem einna fyrstur á Íslandi seldi espressokaffi.

Svo lenti það í niðurníðslu og var rifið. Þetta átti við um timburhús i borginni – þau voru yfirleitt orðin skelfing hrörleg þegar komið var fram á áttunda áratuginn. Það þótti eiginlega ekki taka því að gera þau upp.

Menn ímynduðu sér að timburhúsin ættu enga framtíð. Borgarskipulagið gerði ráð fyrir að þau yrðu rifin og hyrfu. Það átti að koma bílabraut gegnum Grjótaþorpið.

Uppsalir voru rifnir – en það kom ekkert í staðinn. Þar var lengi bílaplan – já, bílastæði – þangað til að byggt var hótel sem líkist Uppsölum talsvert að sniði. En í raun er það hrærigrautur gamals og nýs – endurbyggðar fornminjar, en bara til hálfs.

Auðvitað væri miklu glæsilegra ef Uppsalir hefðu fengið að standa í sinni upprunalegu mynd og líka Fjalakötturinn sem stóð innar í Aðalstræti.

En viðhorfin breyttust. Nú er merkilegt að sjá hvernig byggðin er að þróast. Götur sem voru í niðurníðslu eins og Njálsgata og Grettisgata eru orðnar svo litríkar og fallegar að sérlega skemmtilegt er að ganga þar um. Þar er timburhúsabyggðin býsna heilleg. Þetta eru sönn menningarverðmæti.

1978744_780605401957480_8179102368360625160_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól