fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Nýr flokkur – landsmálapólitíkin og borgarmálin

Egill Helgason
Föstudaginn 25. apríl 2014 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr stjórnmálaflokkur – vinnuheiti Nýi Sjálfstæðisflokkurinn – hægra megin við miðju gæti átt ágæta möguleika. En það er úr vöndu að ráða.

Nú er rætt um að þessi flokkur – sem enn hefur ekki verið stofnaður – bjóði fram til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Það er dálítið vogað.

Flokkurinn gæti lent í því að koma ekki saman góðum lista, málefnin gætu virst fátækleg, þetta gæti virkað ansi hraðsoðið. Ef fylgið skilar sér ekki og enginn borgarfulltrúi verður kjörinn af listanum, yrði það túlkað sem hrakfarir og flokkurinn sjálfur væri jafnvel andvana fæddur.

En flokkurinn óstofnaði glímir líka við það vandamál að þrjú ár eru til næstu þingkosninga, nema eitthvað óvænt gerist og ríkisstjórnin falli. Þrjú ár í flokki sem hefur hvergi fulltrúa – það er afar langur tími. Það er erfitt að halda liðinu saman við einungis greinaskrif í blöð og bloggfærslur.

Þá er betra að vera kominn með fótinn inn í borgarstjórn í Reykjavík – sem gæti aftur mistekist.

Á landsvísu getur þessi flokkur haft ýmis tækifæri hvað varðar málefni. Hliðstæðir flokkar eru til í nágrannalöndum og hafa víða náð mjög góðum árangri. Flokkurinn yrði alþjóðasinnaður og hallur undir ESB aðild og vestrænt samstarf, hann myndi boða aukið frjálsræði í landbúnaðarmálum, kosti einkaframtaks í menntamálum og heilbrigðismálum, frjáls viðskipti. Hann getur tileinkað sér grænar áherslur og boðað endalok ríkiskapítalisma og klíkukapítalisma. Helstu vændræðin gætu stafað af sjávarútvegsmálunum – nýir flokkar draga oft að sér einstaklinga sem hafa afar sterkar skoðanir á þeim og þá getur allt farið í háaloft.

En það er erfitt að koma sér upp borgarmálastefnu í snarhasti. Út á hvað á hún að ganga? Átakalínurnar í borginni snúast eiginlega ekkert um vinstri eða hægri. Það er helst deilt um skipulagsmál. Ef boða á skattalækkanir á borgarbúa verður það að vera mjög vel ígrundað – það þarf að sýna fram á að þjónusta skerðist ekki. Kröfur kjósenda ganga nefnilega mikið út á aukna þjónustu, betri skóla, aukna dagvistun, fleiri umferðarmannvirki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól