fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Ný reynsla fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason
Laugardaginn 12. apríl 2014 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ný reynsla fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera á barmi klofnings þegar fylgi hans mælist aðeins 24 prósent.

Áður hafa komið klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, en fylgi hans hefur þá verið miklu meira. Framboð Borgaraflokksins í kringum Albert Guðmundsson árið 1987 kom fylgi flokksins niður í 27 prósent í einum kosningum.

Sverrir Hermannsson klauf sig út með sinn Frjálslynda flokk og það hafði engin áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Hann fékk 40 prósent í kosningunum 1999. Þá var Davíð Oddsson á hátindi valdaferils síns.

Það er dálítið annað að horfa fram á klofning þegar fylgið er í algjöru lágmarki. Það gæti einfaldlega þýtt að fylgið gæti farið niður fyrir 20 prósentin.

Nú er auðvitað ekki gefið að allir kjósendur svona flokks komi frá Sjálfstæðisflokknum. Því fer fjarri. Sumir eru úr þeim hópi, en aðrir eru í mengi sem gæti kosið Sjálfstæðisflokkinn á tíma þegar tilhöfðun hans er mikil – þegar hann er nær sínu gamla 37 prósenta fylgi.

Þess vegna hlýtur forysta Sjálfstæðisflokksins að hafa áhyggjur af þessu – það er eiginlega furða að hún skuli ekki gera neitt til að koma til móts við klofningsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn státaði sig áður fyrr af því að hafa margar vistarverur í húsi sínu.

Á móti koma harðlínumennirnir sem láta eins og það sé bara gott að losna við andófsöflin. Í því felst sú hugsun að með því hreinsist flokkurinn. En það er ekki í anda þeirrar breiðfylkingar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengstum verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið